Síðustu daga hefur búðahópur verið önnum kafinn við að undirbúa þátttöku á MODEX 2013, en hópurinn tekur þátt í æfingunni sem hluti af Íslensku alþjóðbjörgunarsveitinni (ÍA). Æfingin fer fram í Tinglev í Danmörku dagana 25.-28. janúar nk. ÍA hópurinn mun samanstanda af 45 einstaklingum, þar af sex úr búðahópi HSSR. Einnig eru þrír aðrir HSSR-ingar þátttakendur á æfingunni í gegnum aðrar aðildareiningar ÍA. Á æfingunni verða einnig bresk rústabjörgunarsveit (MUSAR) sem við kynntumst aðeins á Haiti og tékknesk sveit (AMP) sem mun setja upp sjúkrahús (e. field hospital).
Í Tinglev er æfingasvæði fyrir rústabjörgun á vegum dönsku almannavarnanna, Danish Emergency Management Agency (DEMA). Markmið æfingarinnar er að kanna hvort ÍA standist þær kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegra rústabjörgunarsveita og munu eftirlitsmenn fylgjast með sveitinni allan tímann.
Kostnaður vegna þátttöku ÍA í æfingunni er greiddur með styrk frá Evrópusambandinu.