Skönnun gamalla ljósmynda

Laugardaginn 26. janúar verður skönnunardagur í HSSR, en þá munu nokkrir félagar hittast á M6 og skanna gamlar ljósmyndir úr sveitarstarfinu af pappír og filmu. Af því tilefni eru eldri félagar hvattir til þess að kíkja í gömul myndaalbúm, finna myndir og koma þeim til skrifstofu HSSR fyrir þann tíma svo hægt sé að koma þeim inn í ljósmyndasafn sveitarinnar.

Frekari upplýsingar gefur Óli í netfanginu olijon@gmail.com eða síma 699-1000. Hafið endilega samband ef eitthvað er.

Áhugasamir félagar sem eiga góða skanna og fartölvu eru hvattir til þess að líta við á M6 og taka þátt í skemmtilegu og þörfu verkefni.