Ferð vélsleðahóps í janúar 2013.

Vélsleðahópur í viðgerðum á veðurstöð

Ferð vélsleðahóps í janúar 2013.

Leiðin sem farin var í ferð vélsleðahóps í janúar 2013.

Ferðin í gær gékk vel þrátt fyrir lítinn snjó og mikinn ís. Tekið var af við Sigöldu og ekið eftir veginum í gegnum hraunið þar sem var mikill ís og stórir pollar inn á milli. Brunað var framhjá Höllinni og stoppað stutt við Glaðheima. Þaðan var ekið um Grænalón og vestan Kattarhryggja, en þar tók Stubburinn upp gamla siði og fór að ganga illa. Skildu því leiðir og héldum við fjórir áfram á meðan hinir brösuðu við sleðana.

Veðurstöðin sem gera þurfti við er staðsett við Lónakvísl skammt frá Botlangatjörn. Vindrella á stöðinni var löskuð og þurfti því að fella 10m. mastur til að skipta henni út og einnig var skipt um vigt í úrkomumæli. Þegar við komum aftur til baka voru strákarnir enn að brasa við sleðann og var því ekkert annað að gera en að draga sleðann. Þegar búið var að draga sleðan daggóðan spöl var reynt að gangsetja og komst sleðinn fyrir eiginn vélarafli niður að bíl.

Þetta var fyrsti túrinn á nýja sleðanum og reyndist hann mjög vel og þar kom berlega í ljós hvað hann er góður á svelli enda eru ansi mörg kíló af nöglum í beltinu.