Hefur þú áhuga á að starfa með undanförum?
Undanfarar eru 10-12 manna hópur innan HSSR sem sérhæfir sig í björgunum við erfiðar aðstæður, s.s. fjallabjörgun, sprungubjörgun og leit í fjalllendi. Stöðug nýliðun á sér stað innan flokksins og er að jafnaði 3-5 manna hópur í þjálfun hverju sinni sem tekur virkan þátt í öllu starfi að undanfaraútköllum undanskildum. Í þetta sinn eru 2 laus pláss en umsækjendur þurfa að hafa lokið fyrsta ári nýliðaþjálfunnar (Nýliðar II og lengra komnir) og vera virkir í því að afla sér frekari reynslu í fjallamennsku utan grunnþjálfunar HSSR.
Ef þú hefur gaman af því að ferðast um brattlendi og jökla, hræðist ekki erfiðar aðstæður og vond veður… Ef þú hefur brennandi áhuga á fjallafræðunum, vilt kunna að tosa í réttu spottana og ert forfallin græjufíkill… Þá er þetta kannski málið fyrir þig.
Í umsókninni þarf að koma fram meðal annars hversu mörg ár þú hefur verið í hjálparsveit, hvaða námskeiðum þú hefur lokið og hvers konar fjallamennskureynslu þú hefur. Athugið að í þjálfun með Undanförum er þess krafist að menn sæki sér stöðugt aukna fjallamennskureynslu á eigin vegum jafnframt því æfa með Undanförum.
Áhugasamir sendi tölvuskeyti á Helga á helghal(hjá)gmail.com. Allar nánari spurningar um það hvað felst í starfinu eru mjög velkomnar.
Undanfarar
—————-
Texti m. mynd: Undanfarar á æfingu með LHG
Höfundur: Helgi Tómas Hall