Spilæfing tækjahóps

Vinnukvöld tækjahóps fór fram í kvöld eins og önnur mánudagskvöld. Tekin var létt spilæfing við Rauðavatn þar sem fólksbíll hafði farið niður um vök á ís og gekk sú æfing vonum framar. Bílstjóri bílsins var þakklátur fyrir björgunina og tækjamenn ánægðir með vel heppnaða æfingu og snéru því allir heim með bros á vör, nema "ísbíllinn".

Reykur 1, Reykur keðjusög ásamt um 150 metrum af spottum voru nýttir til verksins.

—————-
Texti m. mynd: Bíllinn var heldur lítill.
Höfundur: Davíð Örvar Hansson