Hamfarir á Haítí – Bók til styrktar ÍA

Þann 12. september 2009 hlaut Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin formlega vottun sem fullgild alþjóðleg rústabjörgunarsveit. Hún var ein af fyrstu sveitum í heiminum til að hljóta slíka vottun og úttektin sem sveitin fór í á Gufuskálum til að komast í gegnum hæfnismat reyndist vera gott veganesti þegar stóra útkallið kom þann 12. janúar 2010 en þá reið jarðskjálfti af stærðinni rúmlega 7 yfir Haítí. Mannfall var gífurlegt enda skjálftinn á þéttbýlasta svæði landsins. Undirbúningur rústabjörgunarstarfs Íslendinga hófst nánast samstundis og hálfum sólarhring síðar lögðu á fjórða tug björgunarsveitarfólks með búnað sinn af stað til þessa fátæka og fjarlæga eyríkis. Skemmst er frá að segja að sveitin kom ekki bara fyrst á staðinn heldur ávann sér mikla virðingu, bæði fyrir björgunarstörf á vettvangi og leiðtogastörf í fjölþjóðlegum tjaldbúðum björgunar- og hjálparsveita á flugvellinum í Port-au-Prince. Mikilvægi þess að eiga þrautþjálfað fólk í rústabjörgun á innlendri og erlendri grund verður seint ofmetið

Félagar HSSR og vandamenn geta keypt bókina á sérstöku tilboðsverði á innri vef SL

—————-
Texti m. mynd: Hamfarir á Haítí
Höfundur: Ólafur Loftsson