Vinnustofan er haldin af Björgunarskóla Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, laugardagurinn 19. febrúar á Húsabakka skammt utan Dalvíkur. samhliða Fagnámskeiði í snjóflóðum. Vinnustofan hefst að morgni dags og reiknað er með að henni ljúki um kvöldmatarleytið.
Markmið vinnustofunnar er að fá sem breiðastan hóp aðila saman sem hafa þekkingu og reynslu af snjóflóðum og því er þeim viðkemur til að viðra reynslu sína og skoðanir.Markhópur vinnustofunnar eru einstaklingar með reynslu af faginu, t.d. starfsfólk Veðurstofu Íslands og Vegagerðarinnar, leiðsögumenn, björgunarsveitarfólk (t.a.m. fangnámskeið eða Level 1) og fleiri. Vinnustofan er einnig vettvangur fyrir leiðbeinendur Björgunarskólans í snjóflóðum til að viðhalda kennsluréttindum. Gert er ráð fyrir að snóbíllinn Boli verði við störf fyrir vinnustofuna. Hann er að fara norður vegna tækjamóts SL um helgina og fær að leika sér í snjónum fyrir norðan áfram.
Frekari upplýsingar um tímasetningar og þátttökugjald er að finna á vefnum: http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=631
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson