Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) verður haldið á Hellu á Rangárvöllum 13.-14. maí n.k. Samkvæmt lögum félagsins ber uppstillingarnefnd að ,,skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing“ sem er 15. apríl. Auglýsir uppstillingarnefnd hér með eftir framboðum til stjórnar félagsins og í milliþinganefndir. Óskað er eftir því að framboð berist nefndinni eigi síðar en 1. apríl 2011. Formaður SL og tveir stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Það eru þau Sigurgeir Guðmundsson, Lilja Magnúsdóttir og Pétur Bjarni Gíslason. Þórarinn Ingi Ólafsson gefur ekki kost á sér í laganefnd og Íris Marelsdóttir gefur ekki kost á sér í uppstillingarnefnd. Pétur Aðalsteinsson gefur ekki kost á sér sem félagslegur endurskoðandi. Nú þegar hefur borist framboð til formanns SL og það er Hörður Már Harðarson, fyrrum formaður í Hjálparsveit skáta Garðabæ og núverandi stjórnarmaður í SL sem hefur gefið kost á sér í embætti formanns til næstu tveggja ára. Uppstillingarnefnd mun stilla upp þeim aðilum til kjörs í stjórn og nefndir, sem tilkynna nefndinni um framboð sitt fyrir 1. apríl 2011. Berist fleiri en eitt framboð í embætti verður þeim aðilum stillt upp í stafrófsröð. Skrifleg framboð skulu berast annaðhvort bréflega til einhvers nefndarmanna eða með tölvupósti á netfangið uppstillingarnefnd@landsbjorg.is og fá þá allir nefndarmenn þann póst
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson