Sveitarfundur haldinn 27. september næstkomandi

Sveitarfundur HSSR verður haldinn þriðjudaginn 27.september næstkomandi kl. 20 að Malarhöfða 6.

Dagkrá fundarins.
1. Sveitarforingi skipar fundarstjóra og fundarritara.
3. Stjórnin leggur fram skýrslu um starfsemi sveitarinnar frá síðasta reglulegum sveitarfundi.
4. Dagskrá vetrarins
5. Útkallshópar – útkallsmál
6. Erindi frá
Laganefnd
Uppstillingarnefnd
Flugeldanefnd
Neyðarkarl
7. HSSR félagar segja frá ferð á WASAR ráðstefnu í maí síðastliðnum sem var í Washington fylki í Bandaríkjunum
8. Önnur mál
9. Kaffi, spjall og myndartaka

Senn líður að sölu Neyðarkalls Slysavarnafélagsins Landsbjargar og er ætlun okkar hjá HSSR að gera enn betur en á síðasta ári.
Til að markaðsetja félagasöluna betur þá bjóðum við upp á myndatöku af félögum í Landsbjargargallanum eins og sést hér. Þessa mynd geta félagar t.d. notað á facebook síðu sinni, sent með tölvupósti eða nýtt til markaðssetningar á þann hátt sem það vill.
Myndataka hefst kl. 19.00 og stendur í klukkutíma fram yfir sveitarfund.
Allir að mæta tímalega, vera með Landsbjargarjakka með sér eða flíspeysu og brosið.

Stjórn hvetur alla félaga til að mæta

—————-
Texti m. mynd: Hvernig mun þín mynd líta út!
Höfundur: Helga Björk Pálsdóttir