Hjálparsveitarlíkamsrækt.

Hjálparsveitin hefur ákeðið að bjóða félögum sínum ódýra líkamsrækt, einu sinni í viku í tíu vikur.
Þjálfari verður Vala Mörk frá Kettlebells Iceland.
Fókuserað verður á æfingar með eigin líkamsþyngd og verður ketilbjölluæfingum blandað við þær.
Æfingarnar munu fara fram utanhúss í allra næsta nágrenni M6 og verða á fimmtudögum kl. 18.00 eða litlu síðar henti það betur. Æfingar ganga út á að koma fólki í gott alhliða form með því að gera krefjandi og skemmtilegar, en ekki of tæknilegar æfingar.
Hér er linkur á nokkrar umsagnir http://www.kettlebells.is/stundaskra/umsagnir
Við stefnum á að ná saman 10 manna hópi að lágmarki og að fyrsta æfing verði haldin 6. oktober. ATH. Þessar æfingar geta hentað öllum bæði Trausta og Matta, Hönnu Lilju og Ninnu.
Hver og einn gerir það sem hann getur sama hvort hann er í góðu formi eða lélegra fyrir.

Nánar á korkinum.

Líkamsræktarnefndin.

—————-
Texti m. mynd: Æfingar fara fram í næsta nágrenni við M6.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson