Almennur útkallshópur 2 og 3 – 3ja bylgjan

Almennur útkallshópur 2 og 3 sameinast og hrist upp í „óvirkum“

Kæru félagar (misvirkir) í HSSR Ákveðið hefur verið að sameina þessa útkallshópa 2 og 3 í einn, auk þess að við hvetjum þá sem ekki eru í þessum hópum en hafa áhuga á að vera tiltækir í útkall á sýnum forsendum til að koma til liðs við hópinn. Eftirfarandi punktar er að hluta eins og þetta er í dag en samhliða er áhugi fyrir því að halda utan um þennan hóp sérstaklega þó það verði með mjög „látlausu sniði“

Heiti flokksins er óákveðið en verður hér kallaður 3ja BYLGJAN sem vinnuheiti.Engin krafa er gerð um mætingu ef aðstæður leyfa ekki.Félagar eru á útkallslista og fá SMS í þriðju umferð útkalls og svara hvort þeir koma eða koma ekki með sms. Félagar velja sjálfir hvort þeir verða tiltækir bara utan vinnutíma. Engin breytingin verður á starfi félaga í öðrum einingum Eftirbátum / Dropum / Vélsleðahóp / Fjallahóp/Koma sér undan og fara og svo framvegis. Þeir sem eru óvirkir í dag en vilja prófa eru sérstaklega hvattir til að koma. Hópurinn mun í fáeinum tilfellum yfir vetrarmánuðina fá boð um að hittast til að fara yfir stöðuna. Mæting heldur ekki skilyrði. Boðið verður upp á uppryfjunarnámskeið í t.d. fyrstu hjálp, leitartækni og fjarskiptum.Þessir punktar eru aðeins til viðmiðunar, boðað verður til fundar mjög fljótlega með tölvupósti. Þar verður málið kynnt betur og farið yfir þessa hugmynd og lagt á ráðin hvernig fólk vill sjá þetta fyrri sér.

Nánari upplýsngar veita Andrjes GSM 8488404 & Arngrímur GSM 8602797

—————-
Höfundur: Hilmar Már Aðalsteinsson