Ráðstefnan Björgun verður haldin 19.-21. október og að venju verður umfangsmikil dagskrá í kringum ráðstefnuna. Meðal þess sem búið er að skipuleggja eru námskeið dagana fyrir ráðstefnuna.
Sem dæmi um það sem þegar er búið að skipuleggja má nefna tveggja daga námskeið í þjálfun björgunarhesta sem Tomi’ Finkle, stjórnandi björgunarhestasveitarinnar TROTSAR Mounted Search and Rescue Team sem staðsett er í Maryland fylki í Bandaríkjunum. Einnig mun Marcel Rodriques vera með tveggja kvölda yfirgripsmikið námskeið í slysaförðun þar sem nýtt eru efni sem finnast á hverju heimili.
Stjórn HSSR vill hvetja félaga HSSR til að geyma 1-2 sumar-leyfisdaga til að nýta á þessum tíma.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson