Nokkrar hressar konur lögðu af stað í rúmlega sexhundrað og fimmtíu kílómetra gönguferð nú rétt fyrir kvöldmat. Þær ætla að ganga landshorna á milli, frá Hornströndum til Austfjarða. Leiðin er um 650 kílómetrar og stefna þær á að ljúka ferðinni á fjórum til fimm vikum.
Að sjálsögðu á Hjálparsveit skáta í Reykjavík sinn fulltrúa í hópnum en það er Sigrún Hallgrímsdóttir sem starfar með bækistövarhóp og Eftirbátum.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson