Hengilsverkefnið á fulla ferð.

Nú förum við að setja fullan kraft í Hengilsvinnuna, snjóa hefur að mestu leyst og blíða dag eftir dag. Samkvæmt reynslu síðustu ára er mjög mikilvægt að við klárum sem mest af verkefninu í júnímánuði og fyrstu viku júlí.

Eftir það er eðlilega erfitt að fá fólk í verkefnið, flestir komnir í sumarfrí. Nú er búið að stofan vinnukvöld inn á D4H, endilega skráið ykkur en ef aðstæður verða þannig að ekki er hægt að sinna verkefninu vegna veðurs verður afboðað bæði með tölvupósti og SMS ekki síðar en 17.00 þann dag sem á að fara.

Allir í fjallið með dós og pensil.

Kv. Hengilsnefnd.

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson