Síðasti fundur fyrir sumarfrí

Þann 19. júní var haldinn síðasti stjórnarfundur fyrir sumarfrí. Aðallega var fjallað um tvö mál, annarsvegar gerði laganefnd grein fyrir sínum tillögum sem lagðar verða inn í umræður á sveitarfundi i september og hins vegar bílakaup. Ákveðið var að kaupa stækka bílaflota sveitarinnar, kaupa einn 9 manna þjóðvegabíl til viðbótar en reyna á móti að draga úr notkun á breyttum jeppum. Markmiðið er að minnka kostnað við rekstur tækja.

Fyrir valinu var Ford Transit 350 M AWD Trend og er með læstum millikassa. Um er að ræða eftirársbíl, árgerð 2011 og verður hann klæddur að innan og sett í hann sæti í Póllandi. Heildarkostnaður við bílinn verður um 7 milljónir króna og þá er gert ráð fyrir að hann sé tilbúin til notkunar með öllum tækjum og talstöðvum. Hann verður líklega tilbúin til notkunar í október. Myndin hér til hliðar er af sambærilegum bíl en eftir að fjölga gluggum og setja í hann sæti.

—————-
Texti m. mynd: Ekki alveg eins en næstum því
Höfundur: Haukur Harðarson