Ferð bílaflokks á Langjökul

Bílaflokkur gerði sína aðra tilraun til að komast í Fjallkirkju. Færið á jökli var með eindæmum þungt og meðalhraðinn um 2km/klst. Snúið var við á miðjum jökli og haldið niðureftir seinnipartinn. Gist var í nágrenni Húsafells og lagt á stað uppeftir aftur á sunnudaginn. Mjög mikið rok var þá komið og þótti ekki viturlegt að halda áfram. Ferðinni var því heitið í bæinn aftur um kaffileytið. Myndir úr ferðinni eru komnar undir HSSR-Myndir.

—————-
Höfundur: Marteinn S.