Hefst klukan 13:30 10. nóv. sem er núna komandi laugardagur. Staðsetnig er við Siglingaklúbinn í Nauthólsvík. Sunnan við Háskólann í Reykjavík og við Ylströndina. Ef þú ratar ekki 849-2618. Reikna má með því að keppnin taki 3 tíma verdur hún blásin af eftir þann tíma. Hvet alla til að mæta enda býður staðsetningin upp á áhorfendur.
Til liða sem eru að takka þátt. Það er hjálmaskylda á liðunum. Búningsaðstaða er á staðnum svo mælt er með því að taka sparifötin með sér, eftir bað í pottinum. Sundfatnaður leyfður en ekki skylda í pottinum. Mælt er með því að mæta í fötum sem mega blotna og skemmast, en þau þurfa að vera hlý. Ekki skylda að vera í búningum en þeir veita mögulega aukastig ef fólk stendur sig illa í rallinu. Einnig þurfa kependur að mæta með koddaver sem má skemmast. Tekið er fram að þetta er kepnni og það má svindla ef dómara taka ekki eftir því og múta þeim til að líta undan. Lið þurfa vera mætt eigi siðar en 13.20. Leikar hefjast 10 mínútum síðar.
Dómarar í ár eru Halldór Ingi, Kári Logason, Kjartan Óli, Árni þór, Ásgeir Björnsson
—————-
Höfundur: Halldór Ingi Ingimarsson