Erikurallið 2012

Hefst klukan 13:30 10. nóv. sem er núna komandi laugardagur. Staðsetnig er við Siglingaklúbinn í Nauthólsvík. Sunnan við Háskólann í Reykjavík og við Ylströndina. Ef þú ratar ekki 849-2618. Reikna má með því að keppnin taki 3 tíma verdur hún blásin af eftir þann tíma. Hvet alla til að mæta enda býður staðsetningin upp á áhorfendur.

Til liða sem eru að takka þátt. Það er hjálmaskylda á liðunum. Búningsaðstaða er á staðnum svo mælt er með því að taka sparifötin með sér, eftir bað í pottinum. Sundfatnaður leyfður en ekki skylda í pottinum. Mælt er með því að mæta í fötum sem mega blotna og skemmast, en þau þurfa að vera hlý. Ekki skylda að vera í búningum en þeir veita mögulega aukastig ef fólk stendur sig illa í rallinu. Einnig þurfa kependur að mæta með koddaver sem má skemmast. Tekið er fram að þetta er kepnni og það má svindla ef dómara taka ekki eftir því og múta þeim til að líta undan. Lið þurfa vera mætt eigi siðar en 13.20. Leikar hefjast 10 mínútum síðar.
Dómarar í ár eru Halldór Ingi, Kári Logason, Kjartan Óli, Árni þór, Ásgeir Björnsson

—————-
Höfundur: Halldór Ingi Ingimarsson

Erikurallið 2012

ErikuRallið 2012

Nú hefjast leikar, skráning er hafin. Hið árlega Erikurall verður haldið 10 nóvember sem upphitun fyrir árshátíðina. Um er að ræða liðakeppni eins og verið hefur seinustu ár. Keppt verður í 3ja manna liðum og er áætlað að keppnin taki um 3-4 klst.

Hvetjum við alla til að koma sér í lið, því það er jú skemmtilegra er að taka þátt en að horfa á aðra keppa.

Skráning fer fram á Kariloga@gmail.com en ekki á d4h. Það sem þarf að koma fram er nafn á liði og nafn á einstaklingunum sem eru í liðinu.

Hér með er skorað á stjórn að koma með lið.

Þegar nær dregur fá lið sendan útbúnaðarlista , reglur um stigagjöf, óskir um mútur og fleira.

Herramannaklúbburinn Erika.

—————-
Texti m. mynd: Sigurvegararnir 2010
Höfundur: Kjartan Óli Valsson