Lögreglan í Reykjavík vill koma á framfæri þakklæti til Landsbjargar fyrir veitta aðstoð um helgina. Fjölmargir björgunarsveitarmenn liðsinntu borgurunum í ófærðinni á sunnudag en við slíkar aðstæður er gott að eiga að Slysavarnafélagið Landsbjörgu.
Lögreglan í Reykjavík er með samstarfssamning við Landsbjörgu og leitar eftir aðstoð þegar þurfa þykir. Björgunarsveitarmenn hafa veitt ómælda aðstoð í gegnum árin og bregðast ávallt skjótt og vel við þegar kallið kemur. Full ástæða er til að geta þess sem vel er gert og því er þetta nefnt hér
Tekið af vef lögreglunar – www.lr.is
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson