Fyrirlestur um aðkomu og umgengni á vettvangi

Nú í lok mánaðarins mun svæðisstjórn ásamt tæknideild lögreglunnar í Reykjavík standa fyrir fyrirlestri um aðkomu og umgengni á vettvangi þar sem slys eða andlát hefur orðið. Hvað er það sem við þurfum að athuga til að spilla ekki vettvangi, hvernig berum við okkur að, innanbæjar sem og utanbæjar þar sem langt er í rannsóknaraðila.

Þessi fyrirlestur er sérstaklega hugsaður fyrir svæðisstjórn, sérhæfða leitarhópa á svæðinu og hópstjóra en allir sem hafa áhuga eru velkomnir”

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsi FBSR, við Flugvallarveg miðvikudagskvöldið 29. nóvember kl 20.00

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson