Dagana 11-17 mars gengu tveir félagar úr A-1 í HSSR og tveir félagar úr HSSG frá Svartárkoti og niður að Smyrlárbjargarvirkjun (fyrir neðan Skálfellsjökul) á skíðum með púlkur í eftirdragi.
Svona var þetta að mestu :
Sunnudagur 11.mars kl.1700 lagt upp frá Svartárkoti í Bárðardal og gengið að Botnum skála FFA og gist þar í góðu yfirlæti. Gönguleið ca. 15. km. Göngutími ca. 4,5 klst.
Mánudagur 12. mars kl.09.00 lagt upp frá Botnum og gengið að skála FFA í Dyngjufjalladal og gist þar í góðu yfirlæti. Gönguleið ca. 24. km. Göngutími ca. 8 klst.
Þriðjudagur 13.mars mars kl.0800 lagt upp frá Dyngjafjalladaskála og í gegnum Sigurðarskarð í Dyngjufjöllum í gegnum Öskju gengið yfir í Dreka skála FFA og gist þar í góðu yfirlæti. Gönguleið ca. 20. km. Göngutími ca. 8 klst.
Miðvikudagur 14.mars mars kl.0900 lagt upp frá Dreka og gengið yfir Dyngjuvatn,sunnan með Vaðöldu yfir Jökulsá á Fjöllum yfir hraunið vi Hvannalindir og yfir Kreppu að Einarsskála,(skála Völundar á Egilsstöðum) í Grágæsadal og gist þar í góðu yfirlæti. Gönguleið ca. 40. km. Göngutími ca. 12 klst.
Fimmtudagur 15.mars mars kl.0900 lagt upp frá Einarsskála og gengið yfir Kreppulón í Grágæsadal með og yfir Kverká og uppá Brúarjökiul og gist í tjöldum í góðu yfirlæti. Gönguleið ca. 19. km. Göngutími ca. 7 klst.
Föstudagur 16.mars mars kl.0900 lagt af stað frá tjaldstað ca 8 km. frá jökulrönd áleiðis eftir Breiðubungu og gist í tjöldum í góðu yfirlæti. Gönguleið ca. 28,5. km. Göngutími ca. 10 klst.
Laugardagur 17.mars mars kl.0900 lagt af stað frá tjaldstað á Breiðubungu og yfir Breiðubungu að Skálfellsjökli og niður hann að Jöklaseli og síðan niður veginn (snjór á veginum og hægt að skíða hann að mestu niður að brúnni í gilinu þar sem við vorum sótt) Gönguleið ca. 35. km. Göngutími ca. 12 klst.
Ferðin gekk í alla staði vel og gengu öll plön og áætlanir eftir (6,5 dagar). Vorum við heppin með veður þrátt fyrir skafrenning og blindu eina 2 daga.
Þáttakendur voru :
Eyrún Björnsdóttir HSSG
Linda Björnsdóttir HSSR
Stefán Gunnarsson HSSG
Magnús Dan Bárðarson HSSR
—————-
Vefslóð: 123.is/maggidan
Texti m. mynd: Lagt af stað frá Svartárkoti
Höfundur: Magnús Bárðarson