Páskaferð

Næstkomandi fimtudag ætlar tækjahópur Hssr að leggja land undir dekk og aka norður að Skjálfandaflóa.
Áætlanir standa til að kíkja í Náttfaravíkur og Flateyjardal. Vopnaðir skíðum eða þeim ferðamáta er hentar hverjum fyrir sig.
Bretta og Fjallaskíðamenn/konur munu koma til með að ráðast á Víkna- eða Kinnafjöll og munu allir geta fundið brekkur við sitt hæfi. Gönguskíðagarpar þurfa heldur ekki að örvænta því nóg er af að taka á þessu svæði og fjölmargir möguleikar á dags eða lengri göngum á svæðinu.

Býður þá Tækjahópur upp á að trússa/ skutla og sækja menn á þau svæði sem hver og einn hópur vill leggja undir sig. Sömu sögu gegnir um fótgangandi Fjallagarpa, ef þið hafið ekki viðeigandi skíðabúnað þá eru margir tindar á svæðinu sem og áhugaverðar göngur til að leggja í.

Sameiginleg Grillmáltið verður svo að laugardagskvöldinu þar sem páskalamb verður matreitt eftir bestu getu.

Skráningu lýkur á þriðjudagskvöldið, en hún fer fram á korknum.

Vinsamlegast hafið samband við Frímann (698-6486/ frimanni@simnet.is) ef eitthverjar spurningar vakna, sem og til að skrá sig.

—————-
Höfundur: Frímann Ingvarsson

Páskaferð

Tækjaflokkur HSSR býður upp í Vestfjarðadans um páskana í samvinnu við heimamenn. Farið verður frá M-6 á Skírdagsmorgun og haldið vestur á Barðaströnd. Föstudeginum langa, laugardegi og Páskadegi verður svo varið í fjallaflandur um Glámuhálendið og annað fjallendi. Ef illa viðrar er aldrei að vita nema heimamenn kynni fyrir okkur vestfyrska sjómannstakta. Áætluð heimkoma á annan í páskum.
Boli og jeppar verða með í för en gönguskíði æskilegur búnaður. Hvetjum alla til að taka þátt, jafnt nýliða sem gamlingja, klifrara sem kajakræðara, söngmenn og sagnaþuli. Haldið verður til í félagsheimilinu að Birkimel á Barðaströnd í næsta húsi við bústað Hákarlsins. Þess má geta að þetta verður líklega fyrsta fjallaferð Hákarlsins eftir að hann var seldur vestur.

Skráning á korkinum og í forstofu á M-6.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson