Tækjahópur á gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi

Nokkrir meðlimir í tækjahópi brunuðu austur á Fimmvörðuháls aðfaranótt laugardagsins og skoðuðu eldstöðvarnar. Á hálsinum var margt um björgunarsveitarmannin auk annarra landsmanna og túrista. Ferðin heppnaðist prýðilega, en ásamt því að skoða gosið voru tækjamenn tilbúnir að sinna verkefnum sem hugsanlega gætu komið upp. Áður en farið var af stað ráðfæru menn sig við bækistöðvahóp um hvað væri heppilegt að taka með í ferðina og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir góð ráð. Á staðnum sinntum við fáum verkefnum og fengum því gott tækifæri til að virða gosið fyrir okkur frá flestum hliðum. Töluverður kuldi var á hálsinum en vindur var í lágmarki. Á staðnum hittum við félaga okkar úr sveitum landsbjargar og voru þeir víðsvegar að td frá Klaustri, Vík, Akranesi og víðar.

Ekki rákumst við á neina illa klædda en á miðjum Mýrdalsjökli ókum við fram á jeppa á allt of litlum dekkjum til að vera að þvælast á þessum slóðum. En þar sem við höfum ekkert vald til að stöðva slíka einstaklinga var það eina sem við gátum gert að kippa í jeppan og biðja viðkomandi einstakling að fara varlega.

Þeim úr HSSR sem ætla að ganga upp að gosstöðvunum næstu daga viljum við benda á að taka með sér skíðagleraugu því þau eru alveg bráðnauðsynleg í öskufallinu sem verður á hálsinum í norðanáttini.

Fyrir HSSR liða þá er hægt er að nálgast ferilinn úr GPS tækinu hjá tækjahóp.

—————-
Texti m. mynd: Við flakið af vélsleðanum
Höfundur: Guðmundur Jón Björgvinsson