Í dag var haldinn í félagsheimili Seltjarnarness fulltrúaráðsfundur Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og meðal þess sem er til afgreiðslu er fjárhagsáætlun næsta árs.
Það mál sem fékk mesta athygli á fundinum í dag var matskerfi fyrir björgunarsveitir sem nú er í þróun. Matskerfinu er ætlað að gefa mynd af virkni, mikilvægi og getu sveita og nýtast við mat á rétti þeirra til úthlutana úr sjóðum félagsins.
Á fundinum í dag var margt annað á dagskrá og má m.a. nefna kynningu á nýrri heimasíða samtakanna (landsbjorg.is), endurnýjað samkomulag við Sjóvá um tryggingar og heimildarmynd sem verður tilbúin á næsta ári, en þá verða liðin 80 ár frá stofnun Slysavarnafélags Íslands.
—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson