HSSR tók þátt í þremur útköllum í óveðrinu sem geysaði yfir höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. Stefán Eiríksson lögreglustjóri sendi á laugardaginn Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra Landsbjargar bréf þar sem þökkuð eru störf björgunarsveitanna.
Ágæti Kristinn.
Vildi einfaldlega nota þetta tækifæri til að þakka þér fyrir hönd björgunarsveitanna fyrir ykkar framlag og frábæra samvinnu undanfarna daga. Það hefur verið afar ánægjulegt að fylgjast með framgangi og frammistöðu björgunarsveitanna á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar vegna óveðursins sem ítrekað hefur gengið yfir undanfarna daga. Þá hefur samvinnan og samstarfið í Skógarhlíð gengið eins og í sögu. Fagmennska ykkar og áhugi er alltaf til fyrirmyndar og bið ég fyrir bestu kveðjur og þakkir til allra þeirra björgunarsveitarmanna sem staðið hafa vaktina frábærlega undanfarna daga.
Bestu kveðjur,
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri.
—————-
Vefslóð: landsbjorg.is
Texti m. mynd: við Austurbæjarskóla, mynd fengin af mbl.is
Höfundur: Björk Hauksdóttir