13-17. júní næstkomandi ætlar tækjahópur ásamt undanförum að bjóða uppá Þjóðhátíðarferð á Vatnajökul.
Líklega verður farið upp Skálafellsjökul og settur upp kampur á jöklinum þaðan sem fólk getur herjað í ferðir eftir áhuga. Litlir og feitir strákar með jeppadellu geta sprautað útí buskan, klifurmýs geta klifið tinda, skíða/brettatöffarar fá Bola til að keyra sig upp góðar brekkur, gönguskíðalabbakútar geta þrammað um og sleðamenn þotið framhjá á færiböndunum sínum. Á kvöldin sameinast síðan allir og segja hetjusögur.
Umræður um nákvæma staðsetningu og dagskrá er hafin á korknum, skráning hefst síðan fljótlega. Einnig er hægt að hafa beint samband við fararstjórn á netfangið skatinn@skatinn.net
fyrir hönd fararstjórnar
Baldur Skáti
—————-
Texti m. mynd: úr vorferð á jökul 2004
Höfundur: Baldur Gunnarsson