Tækjahópur á ferðinni

Tækjahópur fór í óvenjulega ferð síðastliðinn laugardag, ásamt heldri félögum þeim Andrjesi og Arngrími ásamt fjölskyldum. Farið var á Snæfellsjökul í snjókomu og þungu færi en þó gekk ferðin (næstum því) á toppinn vel. Það sem gerði þessa ferð sérstaka var sú staðreynd að einn meðlimur tækjahóps skíðaði niður jökulinn! Ég geri ráð fyrir að hinum almenna sveitarmeðlim þyki þar nóg um en ferðinni var ekki lokið. Eftir að jöklinum sleppti var haldið á Arnarstapa þar sem kaffi var drukkið og svo farið í göngutúr um stapann. Það er óhætt að segja að það sé bjart framundan í tækjahóp enda hefur líkamlegt atgervi meðlima aldrei verið betra og mórallinn góður eftir því. Myndir má nálgast á síðunni hans Madda.

—————-
Vefslóð: myndir.maddinn.net/thumbnails.php?album=77
Texti m. mynd: Mórallinn er mjög góður í tækjahóp þessa dagana
Höfundur: Davíð Örvar Hansson