Uppsetning sjúkratjalds

Þriðjudagskvöldið 10. júní kl. 20.00 verður kennt hvernig á að setja upp sjúkratjaldið og taka það niður. Umsjón verður í höndum Eiríks Oddssonar og Snorra Maríusarsonar. Notkun tjaldsins verður alltaf meiri og meiri bæði í aðgerðum og öðru starfi sveitarinnar. Því er um að gera að mæta og læra hvernig á að umgangast tjaldið, því fleiri því betra.

—————-
Höfundur: Helga Garðarsdóttir