Færeyjaferð SL

Um 60 manns frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fóru á sameiginlega björgunaræfingu á vegum Vestnorræna ráðsins í Færeyjum. Þessi æfing er mikilvægur liður í uppbyggingu landhelgis- og björgunarmála í landinu eftir að heimastjórnin tók við þeim málum úr hendi Dana. Frá sveitinni fóru 3 félagar á R2, Marteinn Heiðarsson, Daníel Guðmundsson og Trausti Ingvarsson. Þeir eru nú á leiðinni til landsins með Sæbjörginni.

—————-
Texti m. mynd: R2 ekið úr Sæbjörginni í Þórshöfn
Höfundur: Helga Garðarsdóttir