Ætlunin er að gera viðamiklar prófanir á boðkerfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar 24.-25. Febrúar. Prófanir þessar eru tilkomnar vegna upptöku nýs tölvukerfis sem meðal annars heldur utan um félagatal SL. Á þessum dögum verður heildarprófun á kerfinu þar sem öllum á heildarútkalli verða send boð í gegnum 112 og þeir beðnir um að svara með því að hringja í ákveðið símanúmer. Með þessu viljum við tryggja að nýtt félagatal sé að senda rétt gögn til 112. Vinnan við uppsetningu ætti ekki að hafa áhrif á boðanir í gegnum 112 ef um útkall verður að ræða.
Prófunin hefur verið færð yfir á mánudaginn 2. mars vegna tækniörðugleika.
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson