-Er langt síðan þú lentir síðast í snjóflóði?
-Ferðu stundum um brekkur að vetri til? Gangandi? Skíðandi eða brettandi? Á vélsleða?
-Veistu að snjóflóðaýlir er gagnslaus nema þú kunnir á hann?
-Veistu hvernig auðveldast er að moka hratt niður á tveggja metra dýpi í snjóflóði?
Í næstu viku verður haldið snjóflóðanámskeið í tveimur hlutum:
Mánudaginn 23. mars á slaginu 20:00 hefst á M6 bóklegur hluti námskeiðsins.
Efnisþættir: Búnaður, ferðahegðun, leiðarval, félagabjörgun (ýlir, stangarleit og mokstur).
Æskilegur búnaður: Ýlir (þeir sem eiga), eitthvað af útifötum fyrir stutta útiæfingu.
Fimmtudagskvöldið 26. mars kl. 18:00 verður lagt af stað í Bláfjöll, þar sem haldin verður verkleg æfing.
Efnisþættir: Ýlaleit, stangarleit (stutt kynning) og mokstur.
Nauðsynlegur búnaður: Ýlir, skófla, stöng (þeir sem eiga slíkt) og skjólgóður fatnaður
Leiðbeinandi námskeiðsins er Jón Gunnar Egilsson en viðbragðshópur sér um skipulagningu þess. Skráning er á korkinum.
—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir