Undanfarar í spottanámi

Fimm Undanfarar HSSR ásamt átta Undanförum annarra sveita voru síðdegis að ljúka við Rigging for Rescue námskeið í spottafræðum. Námskeiðið var í sjö daga frá sunnudegi til laugardags og var að hluta til kennt á M6. Viðfangsefnin voru fyrst kynnt á fyrirlestrum á M6, því næst skoðuð við klifurvegginn og að lokum þrautprófuð utandyra. Verkefnin þyngdust smám saman sem að leið á vikuna og voru frá einfaldri björgun úr klettavegg í línubrú með og án krana. Tæknin sem kennd er á RFR er að mörgu leyti ólík því sem við höfum áður tamið okkur en í hnotskurn má segja að hún byggist á meiri skilvirkni og auknu öryggi.

—————-
Texti m. mynd: Björk á leið yfir línubrúnna
Höfundur: Hálfdán Ágústsson