Aðalfundur Hjálparsveitar skáta í Reykjavík verður haldinn þriðjudaginn 24. nóvember næstkomandi að Malarhöfða 6 klukkan 20.
Dagskrá fundarins er svohljóðandi:
1. Sveitarforingi setur fundinn og stýrir kosningu fundarstjóra.
2. Fundarstjóri skipar fundarritara.
3. Inntaka nýrra félaga.
4. Fráfarandi stjórn gefur skýrslu um starf sveitarinnar.
Ársskýrsla 2009 hefur verið opnuð á heimasíðunni undir svæðinu gögn>skýrslur
5. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga HSSR.
Tillaga um ráðstöfun úr varasjóði í stað skammtímaláns/yfirdráttar.
6. Skýrslur nefnda.
7. Fjalla skal um breytingatillögur við lög HSSR. Engar tillögur liggja fyrir.
8. Kosningar.
a) sveitarforingja
b) meðstjórnenda
c) endurskoðanda
d) félagslegs endurskoðanda
e) uppstillingarnefndar
9. Önnur mál.
Í lok fundarins verður myndasýning úr starfi sveitarinnar.
—————-
Texti m. mynd: Allt að verða klárt…
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir