Alt í lagi í Pakistan

Þeir eru komnir til Pakistan, til borgarinnar Rawalpindi en þar munu gistu þeir á hóteli fyrstu þrjár næturnar. Rawalpindi er skammt sunnan við höfuðborgina Islamabad.
Þeir sluppu við alla yfirvigt í fluginu en lent í smá vegabréfavandræðum sem þó leystust. Pakistanskur vinur Helga sem heitir því magnaða nafni Muhamed Ali, hefur verið þeim mikið til aðstoðar.

Fjórða júlí voru þeir vel stemmdir uppi í fjöllunum í Chitral Gol þjóðgarðinum. Þeir eru búnir að ganga mikið, hækkuðu sig um 1400 m, upp í 3200 m.y.s. Þeir vörðu síðustu tveimur dögum í menningarskoðun í Kalasha dölunum, enda stórmerkilegt fólk sem býr á þessum slóðum og saga þess áhugaverð.

Næstu daga halda þeir áfram á þessari göngu, meðal annars yfir fjallaskarð í tæplega 4000 m hæð og enda svo á bílferð aftur til Chitral. Svo styttist í að haldið verði upp í fjöllin fyrir alvöru, upp í grunnbúðir þaðan sem piltarnir ætla að klífa ýmis fjöll.

—————-
Vefslóð: alpaklifur.blogspot.com
Höfundur: Haukur Harðarson