Hengill 2006 Stikumálun

Eftir leiðinda rigningartíð í júní hér á sv. horni landsins hefur ekki tekist að ljúka jafn miklu og meiningin var af málningarvinnunni í Henglinum. Nokkrir einstaklingar og flokkar hafa verið við störf þegar færi hefur gefist og er þeim þökkuð góð frammistaða.Margar leiðir eru langt komnar og allmörg skilti skarta sínu fegursta. En betur má ef duga skal. Nú spáir ágætu veðri og þá er um að gera að hafa samband við Ævar Aðalsteinsson umsjónarmann verkefnisins og tilkynna honum hvenær farið verður í úthlutuð verkefni eða fá úthlutað stiga, stikum eða skiltum. Síminn er 696 5531. Það má fljóta með að þetta er þriðja og síðasta árið sem HSSR hefur af samningstímanum við OR. Því leggjum við kapp á að skila þessu af okkur í fullkomnu lagi. Betri og skemmtilegri fjáröflun er vandfundin.

—————-
Höfundur: Ævar Aðalsteinsson