Fréttir frá Pakistan

Strákarnir eru nú við afslöppun í bænum Darkot
í Yasing dal. Eins og til stóðfóru þeir á pólóleikinn fræga í Shandur Pass, en sá staður er í 3800 mhæð. Þetta var ekki tíðindalítill viðburður því þegar leikar stóðu sem
hæst varð uppþot meðal áhorfenda, en þeirra á meðal var Pervez Musharraf,
forseti Pakistan. Einhverjir meðal áhorfenda töldu sig finna
jarðskjálftakipp og við það fór allt úr skorðum, áhorfendur hlupu út um
allt, m.a. inn á völlinn. Öryggisgæslan var ströng vegna viðveru
forsetans og beitti lögreglan talsverðu harðræði við að koma ró á
mannskapinn.
Stemmingin er fín fyrir utan magakveisu sem
eitthvað hefur hrjáð Helga og Sissa. Strákarnir eru líka fegnir að hafa
lokið jeppaferðalögum um stund, þeir voru orðnir hundleiðir á að hossast í
fleiri tíma á erfiðum vegum. Hitinn hjá þeim er viðráðanlegur núna, um 25°
C en var yfir 30° C á pólóleiknum, og það í 3800 m hæð.

Nú fer púlið að taka við, fylgist með!

—————-
Höfundur: Haukur Harðarson