66°Norður hefur í áraraðir verið leiðandi framleiðandi útivistarfatnaðar og í ljósi þess leita margir til fyrirtækisins að leiðangursstyrkjum. 66°Norður hefur styrkt marga góða leiðangra á síðustu árum. 66°Norður veitir árlega tvo leiðangursstyrki að andvirði 500.000 kr hvor til einstaklinga eða hópa og fela styrkirnir bæði í sér fatnað fyrir leiðangurinn og peningastyrk að upphæð allt að 200.000 kr.Í vor hlaut Jón Gunnar Benjamínsson styrk til þess að kanna aðgengi fatlaðra að hálendinu og safna pening til að bæta aðgengi fatlaðra að Landmannalaugum.
Nú er komið að því að veita styrk til krefjandi leiðangra á nýjar slóðir en umsóknarfresturinn fyrir þennan styrk rennur út 15. September og verður tilkynnt hver hlýtur styrkinn 1. Október 2009.
Nánari upplýsingar á http://www.66north.is/um-66nordur/frettir/nr/503/
—————-
Höfundur: Haukur Harðarson