Sleðahópur HSSR hefur síðasta árið sett sér það mark að fara ferð í hverjum mánuði. Þar sem ágúst var að renna út, ferðarlaus skutumst við nafnarnir á Langjökul frá Jaka seinnipartinn í gær. Héldum norðurum syðri bungur jökulsins, austurum að og á Skriðufell. Þoka og frostrigning var á hájöklinum en byrti er austar dró. Satt að segja yndislegt að koma á Skriðufell í kvöldsólinni og sérstaklega gaman að horfa niður á hinn umtalaða stað Karlsdrátt. Hvorugur okkar hafði komið á þetta fjall áður þrátt fyrir ótal ferðir um næsta nágrenni. Aðkoma og leiðin upp á jökulinn er betri en verið hefur um mörg ár mv. árstíma. Einfaldur og skemmtilegur túr sem sameinaði góða GPS siglingaæfingu við "fúlar" aðstæður og skemmtilega náttúruskoðun.
Næsta ferð sleðahóps verður farin á Mýrdalsjökul þann 20. sept. þegar lesið verður af afkomumælistikum Jöklarannsóknarfélagsins.
—————-
Texti m. mynd: Maður og sleðar. Leggjabrjótur og Karlsdráttur.
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson