Eftir fjögurra daga vist á Langjökli við afkomumælingar heldur Boli á Vatnajökul í fyrramálið, sömu erinda. Leiðangurinn stendur í tæpar tvær vikur og verður líklega endað í Jöklaseli við Skálafellsjökul. Þaðan mun svo verða lagt upp í vorleiðangur HSSR á Vatnajökul um miðjan mánuðinn. (Sem verður kynntur betur á næstu dögum)
Þáttakendur í mælingaleiðangrinum eru tveir starfsmenn Jarðfræðistofu Háskólans og tveir björgunarsveitarjaxlar af gamla skólanum.
—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson