Vatnajökulsferð HSSR 16.-20. maí 2007

Enn eitt þverfaglegt ævintýri og samstarfsverkefni ýmissa hópa HSSR er í uppsiglingu!

Dagana 16.-20. maí verður farin sveitarferð á Vatnajökul með Bola í fararbroddi. Ekið verður austur á miðvikudagskvöldið 16. maí og komið aftur í bæinn á sunnudagskvöld, 20. maí. Nú er horft til suðvesturhluta jökulsins þar sem ganga skal, skíða og/eða príla á sem flest toppa og tinda, á og við jökulinn. Einungis ímyndunaraflið og áhugaleysi geta takmarkað það sem hægt er að gera. Þetta er tjaldferð, skíðin verða með, veðrið er á sérsamningi og nú fer hver að verða síðastur að fara um Vatnajökulinn áður en hann verður að litlum skafli… Jeppa- og sleðafólk getur að sjálfsögðu dottið inn í ferðina eftir smag og behag.

Nánari lýsingar á ferðaplönum koma síðar en þegar er búið að opna fyrir skráningu í ferðina á korkinum.

—————-
Texti m. mynd: Það er víðsýnt af víðáttum Vatnajökuls
Höfundur: Hálfdán Ágústsson