Boltasumar

Eins og fyrri ár hefur HSSR ásamt HSG staðið vaktina á Laugardalsvelli meðan tuðran fer milli frækna kappa við fögnuð áhorfenda.

Núna er vertíðin að byrja enn á ný og er ágætis sumar fram undan. Núna liggur svo fyrir að ný stúka hefur litið dagsins ljós með nýjum hugmyndum.

Næstu fjórir leikir eru ákveðnir og því tímbært að fara kíkja á dagatalið og sjá hvenær möguleiki er að mæta. Fyrstu leikir eru eftirfarandi

1 sun. 13. maí Valur – Fram mæting kl:15:00, leikur hefst kl:16:00

2 sun. 20. maí Fram – Víkingur R. mæting kl:18:15, leikur hefst kl:19:15

3 fim. 24. maí Valur – KR. mæting kl:19:00, leikur hefst kl:20:00

4 þri. 29. maí Fram – FH. mæting kl:19:00, leikur hefst kl:20:00

Alls vanntar 5 í gæslu á þessum leikjum

Félagar eru hvattir til að skrá sig að fyrra bragði og láta vita á skrifstofa@hssr.is.

Ef það eru spurningar hafa samband þá við Ragnar í síma 697-3525

—————-
Höfundur: Ragnar Rúnar Svavarsson