Snemma í bítið á Sumardaginn fyrsta var haldið inn í Glaðheima á Bola og fjórum sleðum. Með í för var bensínkálfur og þetta talin síðustu forvöð á að koma honum inneftir áður en allt færi á kaf. Óvinurinn lá þó í leyni, við Jökulhvísl, þar beið okkar krappapyttur..
Voru nú góð ráð dýr, mokstur og fráveituaðgerðir fór í gang en þrátt fyrir að rásin sem grafin var frá bílnum væri orðin myndarlegt fljót (Bolá) þá hækkaði vatnsyfirborðið. Einnig breyttist liturinn á umhverfinu þegar líða fór á daginn, það sem áður var hvítt var nú orðið blátt.
Engin framtíð var í frekari mokstri og slegið á þráðinn til byggða. Tækjahópurinn sendu tvíburana R2 og R3 og snjóbíll kom frá Flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Greiðlega gekk að losa Bola og er Hellumönnum þökkuð skjót og fagmannleg aðstoð.
Bensínkálfurinn komst að endingu alla leið en túrinn lengdist nokkuð. Komið var til höfuðborgarinnar klukkan 04.00 að morgni.
Túramatið hækkaði því úr A+ í AAA+ og í athugun er að krefjast pungaprófs á Bola.
Nokkrar myndir á heimasíðu teknar af GS
—————-
Texti m. mynd: Bjargvættir að störfum
Höfundur: Haukur Harðarson