Boli vísundur

Vísindastörfin hafa á síðustu vikum heillað Bola svo um munar. Ekki minna en eitt þúsund kílómetra hefur kappinn rúntað um gervallan Vatnajökul með vísindalegar spekúlasjónir á eiginleikum íss og snævar efst í huga. 2. – 9. júní fór fram vorferð Jöklarannsóknafélags Íslands, þar sem meðal annars voru gerðar hefðbundnar afkomumælingar og gosstöðvarnar frá 2004 heimsóttar.

Á meðal 28 þátttakenda voru sex meðlimir sveitarinnar. Ferðir þessar hafa verið stofnstærð HSSR fengsælar og er ekki lokum fyrir það skotið að sú nýafstaðna muni eiga þátt í fjölgun nýliða á hausti komanda.

Mynda úr ferðinni er að vænta inn á myndasíðu fyrr en þig grunar!

—————-
Texti m. mynd: Hrafnhildur, Hlynur og vísundurinn
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir