Hengilssvæðið kallar

Nú er HSSR fólk í hópum haldið til fjalla, nánar tiltekið á stór-Hengilssvæðið.

Verkefnið er útivera og viðhald. Málning og sleggja í góðum vinahóp.

Í gærkvöldi fóru nokkrir hópar af stað og skiluðu góðu verki. Meðf. mynd náðist af einum hópnum þar sem aldursbilið var brúað.

Ævar stýrir þessu verki, hringið í hann og tryggið ykkur verkefni.

—————-
Höfundur: Örn Guðmundsson