Bráðskemmtilegur aðalfundur HSSR

Aðalfundur HSSR 2008 var haldinn í gærkvöldi. Feikilega góð mæting var á fundinn eða um 70 fullgildir félagar auk allnokkurra nýliða á fyrsta og öðru starfsári.

Nokkur endurnýjun varð í stjórn og voru fimm framboð í þrjú auð sæti meðstjórnanda. Það býður sig auðvitað enginn fram gegn einvaldinum.

Stjórn HSSR starfsárið 2008-2009

Haukur Harðarson Sveitarforingi

Kjartan Þorbjörnsson sem á eftir eitt ár

Gunnar Kr. Björgvinsson sem á eftir eitt ár

Örn Guðmundsson sem á eftir eitt ár.

Nýtt fólk í stjórn til tveggja ára:

Árni Þór Lárusson

Hanna Kata Þórhallsdóttir

María Rúnarsdóttir.

Við óskum nýjum stjórnarliðum til hamingju um leið og við óskum fráfarandi stjórnarmeðlimum vel unnin störf.

—————-
Texti m. mynd: Helstu neyðarkallar ræddu málin yfir glerkóki
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson