Dagskrárdrög 2009-2010

Drög að dagskrá sveitarinnar hafa nú verið birt hér á síðunni undir gögn. Fyrir utan reglubundnar æfingar hópa (sem eru um það bil að komast í fluggírinn með flott plön fyrir veturinn) verður ýmislegt fleira í boði. Þar á meðal má nefna: „Fjall kvöldsins“ að jafnaði einu sinni í mánuði – á þriðjudögum, skíðaferðir í Bláfjöll á mánudögum, boltinn á mánudögum, klifurkvöld í Weggnum og „opin kvöld“ sem enn eru mjög svo opin – og eru á valdi þínu að hafa áhrif á. Plaggið er opið hér á síðunni undir „gögn“ (excel-skjal og pdf í boði). Þá hefur verið opnað fyrir skoðanaskipti á korkinum varðandi málið.Endanleg útgáfa dagskrár verður kynnt á sveitarfundi 22. september næstkomandi.

—————-
Höfundur: Jóhanna Katrín Þórhallsdóttir