Þá eru þeir félagar, Róbert og Guðmundur Halldórssynir, komnir í 14.000 ft. á leið sinni upp á hæsta fjall Norður-Ameríku, Denali. Fjallið sjálft er 21.320 ft að hæð (6195 m) og stefna þeir á að toppa á næstkomandi fimmtudag eða föstudag. Ferðin hefur gengið glimrandi vel hingað til, aðeins búnir að sitja fastir í 14.000 fetunum vegna mikillar snjókomu en sem betur fer gátu þeir nýtt það til að renna sér í ferska púðrinu.
Minni aftur á styrktaraðila ferðarinnar:
Fjallakofinn með Scarpa, Marmot, Julbo, Smartwool, Helsport og Black Diamond
Real Turmat
Kostur
Swiss Miss
Corny
Canon á Íslandi
—————-
Höfundur: Katrín Möller