Eldri borgarar úr HSSR á Mont Blanc.

Hjónin Magnús Bárðarson og Linda Björnsdóttir ásamt Pétri Ásbjörnssyni stóðu á tindi Mont Blanc sl. sunnudag. Það er HSSR mikill heiður að hafa átt þessa “eldri” borgara að í öll þessi ár. Magnús Bárðarson hóf feril sinn í HSSR haustið 1969 og hefur aldrei verið í betra formi en núna. Þess má geta að leiksystir þeirra hjóna, Ólafía Aðalsteinsdóttir var fyrst íslenskra kvenna til að sigra þetta hæsta fjall vestur Evrópu í leiðangri HSSR 1975.

Til hamingju Pétur Maggi og Linda.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson