LJÓSMYNDASAMKEPPNIN – lokaútkall

Frestur til þess að skila inn myndum í ljósmyndasamkeppni HSSR rennur út 15. október 2007 á miðnætti. Nú er bara að dusta rykið af gömlu slædsmyndunum og dæla af minniskortunum og senda á hrafnha@gmail.com.

Keppnisflokkarnir eru eftirfarandi:

Á YSTU NÖF
ÖLL VEÐUR HAFA EITTHVAÐ
SYNGJANDI SVEIFLA

Verðlaun eru veitt fyrir fyrsta sæti í hverjum flokki, en ýmis bónusverðlaun verða einnig í boði. Verðlaunamyndirnar þrjár verða stækkaðar og hengdar upp á Malarhöfðanum. HSSR áskilur sér rétt til þess að nota myndirnar við ýmis tækifæri, til að mynda í kynningarefni. Öllum félögum sveitarinnar og nýliðum er boðið að senda inn myndir. Úrslit verða tilkynnt á árshátíð sveitarinnar 27. október.

Reglurnar eru eftirfarandi:

– Innsendar myndir mega að hámarki vera 1 MB, hvort heldur skönnuð eða rafræn að uppruna.
– Tekið skal fram hvar og hvenær myndin er tekin og hverjir prýða hana.
– Tilgreinið á hvaða vél myndin er tekin og hver myndvinnslan er.
– Hver þátttakandi má senda inn fleira en eina mynd í hverjum flokki.

—————-
Höfundur: Hrafnhildur Hannesdóttir