Lykilfundur og framkvæmdakvöld 4. september

Þriðjudaginn 4. september kl. 18.30 verður lykilfundur haldinn á Malarhöfðanum. Þangað eru boðaðir fulltrúar hópa og flokka auk stjórnar. Þar verður farið yfir áhersluþætti í starfinu næsta vetur, drög að dagskrá rædd og farið yfir búnaðarmál.
Fundurinn stendur til kl. 19.45 en klukkan 20.00 hefst síðan framkvæmdakvöld. Þangað eru allir félagar velkomnir og gert ráð fyrir að standa í þrifum og tiltekt til klukkan 22.00.

—————-
Höfundur: Hlynur Skagfjörð Pálsson