Fáðu ekki hviðuna í kviðinn

Á þriðjudagskvöldið, kl. 20 á M6 munu veðurfræðingar HSSR spjalla um veður til fjalla.

Árni Sigurðsson og Hálfdán Ágústsson munu hella úr skálum visku sinnar um lægðabrautirnar, veðrakerfin, sólskinið og skúrina í lífi björgunarsveitarmannsins. Þeir munu rýna í bestu spárnar, spá fyrir um þróun mála nokkra daga fram í tímann og ljóstra upp um hvar besta ferðaveðrið og áreiðanlegustu veðurspárnar leynast…

Ætla má að herlegheitin standi í rétt rúma klukkustund. Það verður heitt á könnunni og félagar eru hvattir til að taka með sér gesti. Mætum, sjáum og komumst að hvort það sé rétt að veðurfræðingarnir ljúga…

—————-
Texti m. mynd: Veðrið á morgun?
Höfundur: Hálfdán Ágústsson